Netþjónustur
Ef nota á símann verður áskrift að þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera fyrir hendi. Margir af valkostum tækisins flokkast undir sérþjónustu.
Ekki er hægt að nota þessa valkosti í öllum símkerfum. Í öðrum símkerfum kann jafnframt að vera farið fram á að þú skráir þig sérstaklega fyrir
þessari þjónustu. Þú færð leiðbeiningar hjá þjónustuveitunni þinni ásamt upplýsingum og gjald fyrir þjónustuna. Sum símkerfi geta verið með
takmörkunum sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota sérþjónustu. Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska bókstafi og þjónustu.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í
valmynd tækisins. Tækið kann einnig að hafa verið sérstillt, t.d. kann heitum valmynda að hafa verið breytt, röð þeirra og táknum. Nánari
upplýsingar fást hjá þjónustuveitunni.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglurnar (HTTP og SSL) sem keyra á TCP/IP samskiptareglum. Sumar aðgerðir þessa tækis, svo sem
tölvupóstur, vefskoðun, margmiðlunarskilaboð og niðurhal efnis krefjast símkerfisstuðnings við þessa tækni.