Nokia E65 - Um tækið

background image

Um tækið

Þráðlausa tækið sem lýst er í þessari handbók er samþykkt til notkunar í EGSM 850/900/1800/1900, UMTS2100 símkerfinu.

Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða framsenda myndir, tónlist (þ.m.t. hringitóna) og

annað efni.
Tækið styður internettengingar og aðrar tengiaðferðir. Líkt og með tölvur geta vírusar, skaðleg skilaboð og forrit, ásamt öðru skaðlegu

efni haft áhrif á tækið. Gæta skal varúðar og aðeins opna skilaboð, samþykkja tengibeiðnir, hlaða niður efni og samþykkja

uppsetningar frá traustum aðilum. Til að auka öryggi tækisins ættir þú að hugleiða að setja upp vírusvarnarbúnað með

uppfærsluþjónustu og nota eldvegg.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar

notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.

© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.

6

background image

Skrifstofuforritið styður helstu valkosti Microsoft Word, PowerPoint og Excel (Microsoft Office 2000, XP og 2003). Ekki er hægt að skoða eða

breyta öllum skráargerðum.