Handvirk uppsetning aðgangsstaðar
Ef þú getur ekki notað uppsetningarhjálpina fyrir staðarnet geturðu tilgreint aðgangsstað handvirkt.
1. Veldu
Valmynd
>
Verkfæri
>
Stillingar
>
Samband
>
Aðgangsstaðir
.
2. Veldu
Valkostir
>
Nýr aðgangsstaður
. Til að nota eldri aðgangsstað sem fyrirmynd að nýjum skaltu velja
Nota gildandi
stillingar
. Til að byrja með tóman aðgangsstað velurðu
Nota sjálfv. stillingar
.
3. Færðu inn eftirfarandi stillingar:
•
Nafn tengingar
— Sláðu inn lýsandi heiti fyrir tenginguna.
•
Flutningsmáti
— Veldu
Þráðlaust staðarnet
.
•
Heiti þráðl. staðarnets
— Til að slá inn SSID (service set identifier), það er heitið sem ber kennsl á þráðlausa staðarnetið,
velurðu
Slá inn handvirkt
. Til að velja netið úr þráðlausum staðarnetum á svæðinu velurðu
Leita að staðarnetum
.
•
Staða þráðlausa netsins
— Veldu
Falið
ef kerfið sem þú tengist við er falið og
Sýnilegt
ef það er það ekki.
•
Gerð þráðl. staðarnets
— Ef þú velur
Grunnnet
geta tæki haft samskipti við hvert annað og við fasttengd staðarnetstæki
gegnum aðgangsstað þráðlauss staðarnets. Með
Sértækt
senda og móttaka tæki gögn beint frá hvort öðru og ekki er þörf
á aðgangsstað.
•
Öryggi þráðl. staðarnets
— Velja verður sömu öryggisstillingu og notuð er fyrir aðgangsstað þráðlausa staðarnetsins. Ef
þú velur WEP (wired equivalent privacy), 802.1x, eða WPA2 (varinn aðgangur) þarftu einnig að velja nauðsynlegar
viðbótarstillingar.
•
Öryggisstillingar
— Breyttu öryggisstillingunum fyrir valda
Öryggi þráðl. staðarnets
.
•
Heimasíða
— Sláðu inn vefslóð síðunnar sem þú vilt birta sem heimasíðu þegar þú notar þennan aðgangsstað.
Mismunandi getur verið hvaða stillingar eru í boði.