Uppsetning staðarnets
Uppsetningarhjálp fyrir þráðlaus staðarnet aðstoðar þig við að tengjast við staðarnet.
Uppsetningarhjálpin sýnir stöðu þráðlausra staðarnetstenginga og leitarniðurstöður á virka biðskjánum. Valkostir eru skoðaðir
með því að fletta að röðinni sem sýnir stöðuna og ýta á skruntakkann. Þú getur ræst vafrann þegar þú ert tengd/ur við þráðlaust
staðarnet, aftengst við staðarnetið, leitað að staðarnetum og kveikt og slökkt á sjálfvirkri leit. Þessir valkostir fara eftir stöðu
þinni.
Ef slökkt er á leit staðarneta og tækið er ekki tengt við staðarnet sést
Slökkt á staðarnetsleit
í virkri biðstöðu. Til að kveikja á
leit og leita að þráðlausum staðarnetum flettirðu að stöðunni og ýtir á skruntakkann.
Til að ræsa leit að þráðlausum staðarnetum flettirðu að stöðu, ýtir á skruntakkann og velur
Leita að staðarnetum
. Til að slökkva
á leit að þráðlausum staðarnetum flettirðu að stöðu, ýtir á skruntakkann og velur
Slökkva á sjálfv. leit
.
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
66
Þegar
Ræsa vefskoðun
er valið býr uppsetningarhjálpin sjálfkrafa til aðgangsstað (IAP) fyrir það þráðlausa staðarnet sem er
valið. Einnig er hægt að nota aðgangsstaðinn með öðrum forritum þar sem þörf er á þráðlausri staðarnetstengingu.
Ef þú velur öruggt, þráðlaust staðarnet er beðið um að þú sláir inn nauðsynleg aðgangsnúmer. Nauðsynlegt er að slá inn SSID-
kóða til að tengjast við falið staðarnet.
Sömuleiðis er hægt að ræsa uppsetningarhjálpina til að fá nánari upplýsingar um þráðlaus staðarnet á svæðinu. Veldu
Valmynd
>
Tenging
>
St.net.hjálp
. Þau staðarnet sem fundust birtast.
Flettu að netkerfi, veldu
Valkostir
og svo einhvern af eftirfarandi valkostum:
•
Ræsa vefskoðun
eða
Halda skoðun áfram
— Til að ræsa eða halda áfram vefskoðun um aðgangsstað þráðlausa staðarnetsins.
•
Aftengjast v. staðarn.
— Til að aftengast við þráðlaust staðarnet.
•
Uppfæra
— Til að uppfæra listann yfir þráðlaus staðarnet.
•
Upplýsingar
— Til að skoða upplýsingar um þráðlaust staðarnet.
•
Tilgreina aðg.stað
— Til að búa til internetaðgangsstað án þess að ræsa vafrann.
Alltaf skal virkja eina af tiltækum dulkóðunaraðferðum til að auka öryggi þráðlausrar staðarnetstengingar. Notkun dulkóðunar
dregur úr hættunni á því að einhver fái aðgang að gögnunum þínum án heimildar.