
Virknistillingar
Tækið þitt gefur kost á mismunandi gerðum samskipta á þráðlausu staðarneti. Samskiptagerðirnar tvær eru beintenging og
tenging um aðgangsstað.
• Grunnnetið býður upp á tvenns konar samskipti: þráðlaus tæki hafa samskipti við hvert annað um aðgangsstað á þráðlausu
staðarneti (LAN) eða þá að þau hafa samskipti við snúrutengt staðarnetstæki um þráðlausan aðgangsstað. Kosturinn við
aðgangsstaði er að þú hefur meiri stjórn á tengingum. Þráðlaust tæki getur opnað þá þjónustu sem er í boði í venjulegu
snúrutengdu staðarneti: s.s. gagnagrunna fyrirtækis, tölvupóst, internetið og valkosti netkerfa.
• Með beintengingu (ad hoc) er hægt að senda og taka við gögnum frá öðrum tækjum með samhæfan staðarnetsstuðning,
t.d. til prentunar. Til að þetta sé hægt gætirðu þurft forrit frá þriðja aðila. Ekki þarf aðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet.
Aðeins þarf að velja nauðsynlegar stillingar. Uppsetning beintenginga er auðveld í framkvæmd en samskipti eru takmörkuð
við þau tæki sem eru innan ákveðins svæðis og sem styðja samhæfa staðarnetstækni.