Verkefni
minna á verkefni með lokadagsetningu og ekki með lokatíma.
Til að búa til dagbókaratriði skaltu velja dagsetningu og svo
Valkostir
>
Nýtt atriði
. Veldu gerð atriðisins. Mismunandi er hvaða
stillingar er hægt að velja fyrir fundi, minnisatriði, hátíðisdaga og verkefni.
Veldu úr eftirfarandi:
•
Efni
eða
Tilefni
— Sláðu inn lýsingu á atriðinu.
•
Staður
— Sláðu inn nauðsynlegar upplýsingar um staðsetningu.
•
Byrjunartími
— Sláðu inn upphafstímann.
•
Lokatími
— Sláðu inn lokatímann.
•
Fyrsti dagur
eða
Dagsetning
— Sláðu inn upphafsdaginn eða dagsetningu atriðisins.
•
Lokadagur
— Sláðu inn lokadagsetninguna.
•
Viðvörun
— Veldu áminningu fyrir fundi og afmælisatriði. Áminningin birtist í
Dagsskjár
.
•
Endurtaka
— Veldu hvort endurtaka eigi atriðið og þá hvenær. Tilgreindu gerð endurtekningarinnar, tíðni og hugsanlega
lokadagsetningu.
•
Samstilling
— Ef þú velur
Einkamál
getur einungis þú séð dagbókaratriðið þar sem það er falið fyrir öðrum sem hafa aðgang
að dagbókinni á netinu. Ef þú velur
Opinber
er dagbókaratriðið sýnilegt öðrum sem hafa aðgang að dagbókinni á netinu. Ef
þú velur
Engin
er dagbókaratriðið ekki afritað yfir í tölvuna þína við samstillingu.
Ábending: Gakktu úr skugga um að þú hafir valið réttu borgina í
Klukka
forritinu þar sem dagbókaratriði geta breyst
þegar borginni er breytt og nýja borgin er í öðru tímabelti.
Til að opna og breyta atriði skaltu fletta að því og velja
Valkostir
>
Opna
. Breyttu upplýsingunum í reitunum.
Ábending: Þegar þú breytir eða eyðir endurteknu atriði skaltu tilgreina hvernig þú vilt að breytingarnar taki gildi. Ef
þú velur
Í öll skipti
er öllum endurteknum atriðum eytt. Ef þú velur
Aðeins þetta skipti
er aðeins opnu atriði eytt.
Verkefni
Hægt er að búa til og halda við verkefni eða lista yfir verkefni sem verður að vera lokið á tilteknum degi. Hægt er að bæta
lokadegi og áminningu við hvert verkefni.
Til að opna lista yfir verkefni velurðu
Valkostir
>
Verkefni
.
Til að bæta við verkefni velurðu
Valkostir
>
Nýtt atriði
>
Verkefni
. Skrifaðu heiti verkefnisins í
Efni
reitinn. Hægt er að tilgreina
skiladag fyrir verkefni, búa til áminningu fyrir það og forgangsraða því. Forgangstáknin eru ( ! )
Hár
og ( - )
Lágur
. Það er ekkert
tákn fyrir
Venjulegur
.
Til að merkja verkefni sem lokið flettirðu að því á listanum og velur
Valkostir
>
Merkja sem lokið
.
Til að endurheimta verkefni flettirðu að því á listanum og velur
Valkostir
>
Merkja sem ólokið
.