Þegar tækið er opnað eða því lokað
Hægt er að stilla tækið þannig að eftirfarandi gerist þegar það er opnað/lokað: tökkunum er læst og þeir opnaðir; eða lagt er
á eða símtölum er hafnað.
Hægt er að læsa tökkunum þegar tækinu er lokað með því að velja
Já
þegar því er lokað og textinn
Læsa tökkum?
birtist. Takkarnir
eru opnaðir aftur með því að opna tækið.
Hægt er að svara mótteknu símtali með því að opna tækið. Lagt er á með því að loka því aftur. Ef þú vilt loka tækinu meðan á
símtali stendur án þess að leggja á skaltu ýta á vinstri valtakkann og loka tækinu innan nokkurra sekúndna.
Hægt er að hafna símtali með því að loka tækinu. Ef valkosturinn
Símtal í bið
er virkur og þú ert með símtal í gangi er öðru
símtali ekki hafnað þegar tækinu er lokað.
Hægt er að hætta við að hringja með því að loka tækinu.
Það að loka tækinu hefur ekki áhrif á gagnasímtöl, faxsendingar eða tengingar um innrautt tengi eða Bluetooth.