
Minniskort
Öll minniskort skal geyma þar sem börn ná ekki til.
Nokia tækið þitt styður FAT16 og FAT32 skráakerfin fyrir minniskort. Ef þú notar minniskort úr öðru tæki, eða ef þú vilt tryggja
samhæfni minniskortsins við Nokia tækið þitt, þarftu e.t.v. að forsníða minniskortið með Nokia tækinu þínu. Öllum gögnum á
minniskortinu er þó eytt varanlega þegar þú forsníður það.
Ráðlegt er að búa reglulega til öryggisafrit af gögnum í minni tækisins og vista það á minniskortinu. Hægt er að flytja
upplýsingarnar yfir í tækið síðar. Til þess að vista öryggisafrit af gögnum úr minni tækisins á minniskorti skaltu velja
Valmynd
>
Verkfæri
>
Minni
>
Valkostir
>
Afrita minni símans
. Til að flytja upplýsingar af minniskorti yfir í minni símans velurðu
Valmynd
>
Verkfæri
>
Minni
>
Valkostir
>
Endurh. frá korti
.
Taktu minniskortið ekki úr tækinu meðan það er í notkun. Sé kortið fjarlægt í miðri aðgerð getur það valdið skemmdum á
minniskortinu og tækinu og gögn sem eru vistuð á kortinu gætu skemmst.
Ef ekki er hægt að nota minniskort í tækinu getur verið að það sé af rangri gerð, ekki forsniðið fyrir tækið eða skráakerfi þess
skemmt.
Ábending: Hægt er að setja minniskort í tækið eða taka það úr án þess að fjarlægja þurfi rafhlöðuna eða slökkva á
tækinu.