
Vörulistar, möppur, hlutir
Niðurhal! notar sérþjónustur þínar til að nálgast það efni sem er nýjast. Nánari upplýsingar um annað efni sem hægt er að velja
í Download! fást hjá farsímafyrirtækinu, þjónustuveitunni eða söluaðila/framleiðanda hlutarins.
Ýtt er á skruntakkann til að opna hlut eða skoða efni möppu eða vörulista.
Veldu
Valkostir
og svo úr eftirfarandi:
•
Uppfæra lista
— Til að uppfæra efni í Niðurhal!
•
Fela
— Til að fela möppu eða vörulista af listanum, t.d. til að skoða aðeins þá hluti sem eru oft notaðir.
•
Sýna allt
— Til að sýna alla falda hluti.
•
Kaupa
— Til að kaupa valinn hlut. Undirvalmynd opnast þar sem hægt er að velja útgáfu hlutarins og skoða upplýsingar um
verð hans.
•
Sækja
— Til að hlaða niður hlut sem ekki þarf að greiða fyrir.
•
Skoða upplýsingar
— Til að skoða nánari upplýsingar um valinn hlut.
•
Stillingar
— Til að velja stillingar Niðurhals!
•
Heimasíða
— Til að fara aftur í aðalvalmynd Niðurhal!
Valkostirnir sem eru í boði geta verið mismunandi eftir þjónustuveitum, hlutnum sem er valinn og skjánum sem er opinn.