
Tilbúið fyrir skilaboðalesara
Skilaboðalesarinn les móttekin textaskilaboð upphátt. Þetta forrit er tiltækt á ensku í tækinu. Til að hlaða niður fleiri tungumálum
skaltu fara á www.nokia.com.
Veldu
Valmynd
>
Office
>
Sk.b.lestur
.
Veldu textaskilaboðin sem þú vilt hlusta á og veldu
Spila
. Þú getur einnig virkjað
Sk.b.lestur
með því að halda inni vinstri
valtakkanum þegar þú færð textaskilaboð.
Til að lesa næstu skilaboð í
Innhólf
flettirðu til hægri. Til að lesa næstu skilaboð á undan flettirðu til vinstri.
Til að gera hlé á lestrinum ýtirðu snöggt á vinstri valtakkann. Til að halda áfram ýtirðu aftur stutt á vinstri valtakkann.
Lestrinum er lokið með því að ýta á hætta-takkann.