Upptaka
Veldu
Valmynd
>
Miðlar
>
Upptaka
.
Með forritinu
Upptaka
geturðu tekið upp allt að 60 sekúndna löng talboð, vistað þau sem hljóðskrár, og spilað hljóðskrána.
Upptaka
styður AMR skráasniðið.
Til að taka upp talboð skaltu velja
Valkostir
>
Taka upp hljóð
. Veldu
Hlé
til að gera hlé á upptöku og
Taka upp
til að halda
upptöku áfram. Veldu
Stöðva
þegar þú lýkur upptöku. Hljóðskráin er vistuð sjálfkrafa.
Hámarkslengd raddupptöku er 60 sekúndur, en fer einnig eftir því hversu mikið geymsluminni er laust í tækinu eða á
minniskortinu.