Öryggisstillingar tilgreindar
Til að tilgreina tæki og SIM-kort, vottorðastjórnun og stillingar öryggiseiningar velurðu stillingu og
Valkostir
>
Opna
.
Þegar símtöl eru takmörkuð við lokaða notendahópa kann að vera hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað
í tækið.
Færðu inn eftirfarandi stillingar:
•
Beiðni um PIN-nr.
— Veldu
Virk
ef þú vilt að beðið sé um PIN-númerið í hvert skipti sem kveikt er á tækinu. Ekki er hægt að
breyta þessari stillingu ef slökkt er á tækinu. Á sumum SIM-kortum er ekki hægt að slökkva á því að beðið sé um PIN-númerið.
•
PIN-númer
— Breyttu PIN-númerinu. PIN-númerið verður að vera 4 til 8 tölur að lengd. PIN-númerið fylgir með SIM-kortinu
og kemur í veg fyrir að hægt sé að nota það í leyfisleysi. Ef rangt PIN-númer er slegið inn þrisvar sinnum í röð lokast PIN-
númerið og opna verður það með PUK-númeri áður en hægt er að nota SIM-kortið aftur.
•
PIN2-númer
— Breyttu PIN2-númerinu. PIN2-númerið verður að vera 4 til 8 tölur. PIN2-númerið fylgir með SIM-kortinu og
veitir aðgang að ákveðnum aðgerðum í tækinu. Ef rangt PIN2-númer er slegið inn þrisvar sinnum í röð lokast PIN2-númerið
og opna verður það með PUK2-númeri áður en hægt er að nota SIM-kortið aftur.
•
Sjálfv. læsingartími
— Hægt er að stilla eftir hversu langan tíma tækið læsist sjálfkrafa og er aðeins hægt að nota ef réttur
læsingarkóði er sleginn inn. Sláðu inn tímann í mínútum eða veldu
Enginn
til að gera þennan valkost óvirkan. Þegar tækið
er læst er áfram hægt að svara innhringingum og hugsanlega er áfram hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er
forritað í tækið.
•
Númer fyrir læsingu
— Nýja númerið getur verið 4-255 stafir að lengd. Hægt er að nota tölu- og bókstafi og há- og lágstafi.
Tækið lætur þig vita ef eitthvað er rangt við númerið.
•
Læsa ef skipt um SIM
— Stilltu tækið þannig að það biðji um læsingarkóðann þegar nýtt, óþekkt SIM-kort er sett í tækið.
Tækið geymir lista yfir SIM-kort sem það viðurkennir sem kort eigandans.
•
Leyfa ytri læsingu
— Ef þú hefur þennan valmöguleika virkan getur þú læst tækinu með því að senda fyrirfram skilgreind
textaskilaboð úr öðrum síma. Þegar þú gerir þennan valmöguleika virkan, þarftu að færa inni læsingarkóða fyrir ytri læsingu
og staðfesta skilaboðin. Skilaboðin verða að vera a.m.k. 5 stafir að lengd. Hámarksfjöldi stafa er 8. Notkun fleiri stafa gæti
valdið því að ekki verði hægt að opna kortið og því þurfi að forsníða það. Ef nauðsynlegt er að forsníða minniskortið er öllum
upplýsingum á því eytt.
•
Lokaður notendahópur
(sérþjónusta) — Tilgreindu hóp fólks sem þú getur hringt í og sem getur hringt í þig.
•
Staðfesta SIM-þjón.
(sérþjónusta) — Stilltu tækið þannig að það birti staðfestingarboð þegar þú notar SIM-kortsþjónustu.