Nokia E65 - Tengst við netsímaþjónustuna

background image

Tengst við netsímaþjónustuna

Tækið þitt þarf að vera tengt við netsímaþjónustuna til að hægt sé að hringja og svara netsímtölum. Veldu

Valmynd

>

Tenging

>

Netsími

.

Ef þú hefur valið sjálfvirka innskráningu tengist tækið sjálfkrafa við netsímaþjónustuna. Ef þú skráir tækið handvirkt inn á

þjónustuna skaltu velja netkerfi af listanum og svo

Velja

til að tengjast við netsímaþjónustuna. Vistuð netkerfi, merkt með

stjörnu, birtast efst á listanum. Til að hætta við tenginguna velurðu

Hætta við

.

Veldu

Valkostir

og svo einhvern af eftirfarandi valkostum:

Tengjast við þjónustu

— til að koma á tengingu við þjónustu þar sem netsímaþjónusta og netkerfi eru til staðar.

Aftengjast við þjónustu

— til að slíta tengingunni við netsímaþjónustuna.

Skipta um þjónustu

— til að velja netsímaþjónustuna fyrir hringd símtöl, ef tækið er tengt við fleiri en eina þjónustu. Þessi

valkostur sést aðeins ef fleiri en ein þjónusta er í boði.

Stilla þjónustu

— til að velja og stilla nýjar þjónustur. Þessi valkostur sést aðeins ef þjónustur sem ekki hafa verið stilltar eru

til staðar.

Vista tengingu

— til að vista netkerfið sem tækið er tengt við. Þau netkerfi sem hafa verið vistuð eru merkt með stjörnu á

netkerfislistanum. Þessi valkostur sést aðeins ef tækið er tengt við þráðlaust staðarnet sem ekki hefur verið vistað.

Nota falda tengingu

— til að tengjast við netsímaþjónustu um falið staðarnet.

Uppfæra

— til að uppfæra listann yfir staðarnet handvirkt. Notaðu þennan valkost ef þráðlausa staðarnetið þitt sést ekki á

listanum. Listinn uppfærist einnig sjálfkrafa á 15 sekúndna fresti.

Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði.
Aðeins er hægt að tengja tækið við eitt þráðlaust staðarnet í einu. Ef þú notar fleiri en eina netsímaþjónustu með sama

aðgangsstað kann tækið að vera tengt við fleiri en eina þjónustu á sama tíma. Þjónustan fyrir hringd netsímtöl sést á skjánum

yfir netkerfi, og hægt er að breyta henni með því að velja

Skipta um þjónustu

.

Eftir að þú hefur komið á tengingu við þjónustu geturðu vistað þráðlausa staðarnetið sem þekktan aðgangsstað.