Nokia E65 - Stillingar margmiðlunarskilaboða

background image

Stillingar margmiðlunarskilaboða

Veldu

Valkostir

>

Stillingar

>

Margmiðlunarboð

.

Færðu inn eftirfarandi stillingar:

Stærð myndar

— Veldu

Lítil

eða

Stór

til að breyta stærð mynda í margmiðlunarskilaboðum. Veldu

Upprunaleg

til að hafa

myndir í margmiðlunarskilaboðum í upprunalegri stærð.

MMS-gerð

— Veldu

Takmörkuð

til að láta tækið hindra þig í að setja efni inn í margmiðlunarskilaboð sem símkerfið eða

móttökutækið styður ekki. Til að fá sendar viðvaranir þegar slíkt efni er innifalið, skaltu velja

Með viðvörunum

. Til að búa til

margmiðlunarskilaboð án nokkurra takmarkana á gerð viðhengis skaltu velja

Allt

. Ef þú velur

Takmörkuð

getur þú ekki búið

til margmiðlunarkynningar.

Aðg.staður í notkun

— Veldu sjálfgefna aðgangsstaðinn sem er notaður til að tengjast við miðstöð margmiðlunarskilaboða.

Ef þjónustuveitan hefur forstillt sjálfgefna aðgangsstaðinn er ekki víst að hægt sé að breyta honum.

Móttaka margmiðl.

— Veldu

Alltaf sjálfvirk

til að fá margmiðlunarskilaboð alltaf send sjálfkrafa,

Sjálfvirk í heimakerfi

til að

fá tilkynningu um ný margmiðlunarskilaboð sem hægt er að sækja frá skilaboðamiðstöðinni (til dæmis á ferðalögum erlendis

eða utan heimasímkerfis),

Handvirkt val

til að sækja margmiðlunarskilaboð alltaf handvirkt, eða

Óvirk

til að loka fyrir móttöku

margmiðlunarskilaboða.

Leyfa nafnl. skilaboð

— Veldu hvort þú vilt taka við skilaboðum frá óþekktum sendendum.

Fá auglýsingar

— Veldu hvort þú vilt taka við skilaboðum sem skilgreind eru sem auglýsingar.

Tilkynning um skil

— Veldu

ef þú vilt að staða sendra skilaboða birtist í notkunarskránni (sérþjónusta). Ekki er víst að hægt

sé að fá skilatilkynningar fyrir margmiðlunarskilaboð sem eru send á tölvupóstfang.

Neita sendingu tilk.

— Veldu

ef þú vilt ekki að tækið sendi skilatilkynningar fyrir móttekin margmiðlunarskilaboð.

Gildistími skilaboða

— Veldu hversu lengi skilaboðamiðstöðin reynir að senda skilaboð ef ekki tekst að senda þau í fyrstu

tilraun (sérþjónusta). Ef ekki tekst að ná í viðtakanda skilaboða innan þessa tíma verða skilaboðin fjarlægð úr miðstöð

margmiðlunarskilaboða.

Hámarkstími

er mesti tíminn sem símkerfið leyfir.

S k i l a b o ð

© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.

50