Stillingar textaboða
Veldu
Valkostir
>
Stillingar
>
SMS-skilaboð
.
Tilgreindu eftirfarandi:
•
Skilaboðamiðstöðvar
— Til að skoða hvaða skilaboðamiðstöðvar er hægt að velja.
•
Skb.miðstöð í notkun
— Til að velja skilaboðamiðstöðina sem á að senda skilaboðin.
•
Umritun stafa
— Veldu
Minni stuðningur
til að umbreyta stöfum sjálfkrafa yfir í annað kerfi þegar sá möguleiki er fyrir hendi.
•
Fá tilkynningu
— Veldu
Já
ef þú vilt að símkerfið sendi þér skilatilkynningar fyrir send skilaboð (sérþjónusta).
•
Gildistími skilaboða
— Veldu hversu lengi skilaboðamiðstöðin reynir að senda skilaboð ef ekki tekst að senda þau í fyrstu
tilraun (sérþjónusta). Ef ekki tekst að ná í viðtakanda innan þessa tíma er skilaboðunum eytt úr skilaboðamiðstöðinni.
•
Skilaboð send sem
— Til að velja aðra gerð fyrir skilaboðin, til dæmis
Texti
,
Fax
,
Boð
eða
Tölvupóstur
. Breyttu aðeins þessum
valkosti ef þú ert viss um að skilaboðamiðstöðin geti breytt textaskilaboðum í þessar gerðir. Hafðu samband við
símafyrirtækið þitt.
•
Æskileg tenging
— Til að velja þann tengingarmáta sem á að nota þegar textaskilaboð eru send úr tækinu.
•
Svar um sömu miðst.
— Til að velja hvort senda eigi svarskilaboðin með númeri sömu skilaboðamiðstöðvar (sérþjónusta).