
Tölvupóstsskeyti
Til að geta tekið á móti og sent tölvupóst verður þú að vera með ytri pósthólfsþjónustu. Þessi þjónusta er í boði hjá
netþjónustuveitum, kerfisþjónustuveitum eða símafyrirtækinu þínu. Tækið þitt uppfyllir netstaðlana IMAP4 (revision 1) og POP3,
S k i l a b o ð
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
43

sem og hinar ýmsu lausnir fyrir tölvupóst. Aðrar tölvupóstþjónustur kunna að bjóða upp á aðrar stillingar eða valkosti en þá
sem lýst er hér. Hafðu samband við tölvupóstþjónustuna þína til að fá frekari upplýsingar.
Áður en þú getur sent, tekið á móti, sótt, svarað eða framsent tölvupóst í tækinu þarftu einnig að gera eftirfarandi:
• Færa inn stillingar fyrir internetaðgangsstað (IAP). Verið getur að tækið innihaldið þegar aðgangsstaði.
Sjá „Aðgangs-
staðir“, bls. 77.
• Setja upp pósthólf og færa inn réttar stillingar fyrir tölvupóst. Oft er hægt að nota leiðbeiningar fyrir pósthólf eða stillingahjálp.
Einnig er hægt að velja stillingarnar handvirkt.
Það gerirðu með því að fara eftir leiðbeiningunum frá ytra pósthólfinu þínu og netþjónustuveitum. Hafðu samband við kerfis-
og netþjónustuveitur eða símafyrirtækið til að fá réttar stillingar.