Nokia E65 - Tölvupóstur settur upp með leiðsagnarforriti

background image

Tölvupóstur settur upp með leiðsagnarforriti

Ef þú velur

Pósthólf

á aðalskjá skilaboða og hefur ekki sett upp tölvupóstsaðgang er beðið um að þú gerir það. Til að hefja

uppsetningu pósthólfs með leiðsagnarforriti velurðu

.

1. Til að byrja að færa inn stillingar fyrir tölvupóst velurðu

Byrja

.

2. Í

Tegund pósthólfs

skaltu velja

IMAP4

eða

POP3

og svo

Næsta

.

Ábending: POP3 er útgáfa af Post Office Protocol samskiptareglunum sem eru notaðar til að geyma og sækja

tölvupóst. IMAP4 er útgáfa af Internet Message Access Protocol samskiptareglunum sem gera notendum kleift að

vinna með tölvupóst sem er geymdur á póstþjóni. Þá er hægt að velja hvaða tölvupósti er hlaðið niður í tækið.

3. Í

Tölvupóstfangið mitt

skaltu færa inn tölvupóstfangið þitt. Sértákn á borð við @ eru sett inn með því að ýta á *. Ýttu á 1 til

að setja inn punkt. Veldu

Næsta

.

4. Í

Miðlari fyrir innpóst

skaltu færa inn heiti ytri miðlarans sem tekur á móti tölvupóstinum þínum og velja svo

Næsta

.

5. Í

Miðlari fyrir útpóst

skaltu færa inn heiti ytri miðlarans sem sendir tölvupóstinn þinn og velja svo

Næsta

. Það kann að vera

að þú þurfir að nota tölvupóstmiðlara símafyrirtækisins fyrir sendan póst í stað miðlara þjónustuveitunnar. Þetta fer eftir

símafyrirtækjum.

6. Í

Aðgangsstaður

skaltu velja internetaðgangsstaðinn sem tækið á að nota þegar það sækir tölvupóst. Ef þú velur

Spyrja

alltaf

spyr tækið hvaða aðgangsstað eigi að nota í hvert skipti sem það byrjar að sækja tölvupóst. Ef þú velur aðgangsstað

kemur tækið tengingunni hins vegar sjálfkrafa á. Veldu

Næsta

.

Ábending: Ef þú velur

Velja hóp

kemur tækið tengingunni á sjálfkrafa með besta tiltæka netaðgangsstaðnum í

aðgangsstaðahópnum. Veldu aðgangsstaðahópinn og

Til baka

til að vista valið.

7. Færðu inn heiti fyrir nýja pósthólfið og veldu

Ljúka

.

Þegar þú býrð til nýtt pósthólf kemur heitið sem þú gefur því í staðinn fyrir

Pósthólf

í aðalskjá valmyndarinnar

Skilaboð

. Það er

hægt að hafa allt að sex pósthólf.
Val á sjálfgefnu pósthólfi
Ef nokkur pósthólf hafa verið tilgreind er hægt að velja eitt þeirra sem sjálfgefið. Til að velja sjálfgefið pósthólf velurðu

Valkostir

>

Stillingar

>

Tölvupóstur

>

Sjálfgefið pósthólf

og svo pósthólfið.

Ef þú hefur tilgreint nokkur pósthólf þarftu að velja pósthólfið sem þú vilt alltaf nota þegar þú skrifar ný tölvupóstskeyti.