Almennar - stillingar
Veldu
Almennar
og svo einhvern af eftirfarandi valkostum:
•
Tungumál síma
— Veldu tungumál af listanum. Þegar tungumáli tækisins er breytt hefur það áhrif á öll forrit í tækinu. Þegar
þú breytir tungumálinu er tækið endurræst.
•
Tungumál texta
— Veldu tungumál af listanum. Sé skriftungumálinu breytt hefur það einnig áhrif á hvaða stafir eru í boði
þegar texti er ritaður og hvaða orðabók er notuð í flýtiritun.
•
Flýtiritun
— Veldu
Virk
til að nota flýtiritun. Ekki er hægt að velja flýtiritun fyrir öll tungumál.
•
Opnun.kv. eða táknm.
— Veldu
Sjálfvalin
til að nota sjálfgefna mynd,
Texti
til að slá inn þína eigin opnunarkveðju eða
Mynd
til að velja mynd úr galleríinu. Opnunarkveðjan eða myndin birtast í stutta stund þegar þú kveikir á tækinu.
•
Upprun. símastillingar
— Endurheimtu upprunalegar stillingar. Til að gera það þarft þú læsingarkóða tækisins. Þegar stillingar
hafa verið færðar í upprunalegt horf getur það tekið lengri tíma að ræsa tækið. Þetta hefur engin áhrif á skjöl, upplýsingar
um tengiliði, dagbókaratriði og skrár.