Nokia E65 - Stillingar símkerfis

background image

Stillingar símkerfis

Veldu

Valmynd

>

Verkfæri

>

Stillingar

>

Símkerfi

.

Tilgreindu eftirfarandi:

Símkerfi

(birtist aðeins ef þjónustuveitan styður það) — Veldu tegund símkerfis. Hægt er að velja

GSM

eða

UMTS

til að nota

símkerfi sem við á og

Tvöfalt kerfi

til að láta tækið skipta sjálfkrafa á milli þeirra tveggja. Þessi stilling kann að vera forstillt

í tækinu og því ekki hægt að breyta henni. Ef þú stillir tækið þannig að það noti einungis GSM-símkerfið eða einungis UMTS-

símkerfi muntu hvorki geta hringt nein símtöl, þ.m.t. neyðarsímtöl, né notað neina eiginleika sem krefjast símkerfistengingar,

ef símkerfið sem valið var er ekki tiltækt.

Val á símafyrirtæki

— Veldu

Handvirkt

til að velja á milli tiltækra símkerfa eða

Sjálfvirkt

til að láta tækið velja símkerfi sjálfkrafa.

Uppl. um endurvarpa

— Veldu

Virkar

til að stilla tækið þannig að það gefi til kynna að það sé notað í örbylgjukerfi (MCN).