Nokia E65 - Kveikt á tækinu

background image

Kveikt á tækinu

1. Haltu rofanum inni.

2. Ef tækið biður um PIN-númer (eða UPIN-númer ef USIM-kort er í tækinu), númer fyrir læsingu eða öryggisnúmer skaltu slá

inn númerið og velja

Í lagi

.

3. Þegar þú kveikir á tækinu í fyrsta skipti er beðið um að þú sláir inn tímann, dagsetninguna og borgina sem þú ert í. Flettu

niður til að skipta á milli f.h. og e.h. Sláðu inn fyrstu stafina í nafni borgarinnar til að velja hana. Mikilvægt er að velja rétta

borg þar sem tímasett dagbókaratriði geta breyst ef ný borg er í öðru tímabelti.

4. Tækið opnar kennsluforrit sem veitir þér upplýsingar um tækið og sýnir þér hvernig á að nota það. Veldu

Hætta

ef þú vilt

loka kennsluforritinu.

Ábending: Þegar þú kveikir á tækinu getur verið að það beri kennsl á símafyrirtæki SIM-kortsins og færi sjálfkrafa inn

réttar stillingar fyrir textaskilaboð, margmiðlunarskilaboð og GPRS. Ef svo er ekki skaltu hafa samband við

þjónustuveituna til að fá réttar stillingar, eða nota stillingaforritið.

Hægt er að nota tækið án tenginga við símkerfi þegar SIM-kortið er ekki í því eða þegar sniðið

Ótengdur

er valið.