Nokia E65 - Netaðgangsstaðir

background image

Netaðgangsstaðir

Aðgangsstaður er staðurinn þar sem tækið tengist við netkerfi. Áður en hægt er að nota tölvupóst og margmiðlunarþjónustu

eða tengjast við internetið og opna vefsíður verður að tilgreina aðgangsstaði fyrir þessa þjónustu. Þú gætir þurft að setja upp

nokkra netaðgangsstaði, allt eftir því hvaða síður þú vilt komast inn á. Til dæmis gæti þurft einn aðgangsstað til að skoða

vefsíður og aðra tengingu til að komast inn á innra net fyrirtækis þíns. Verið getur að í tækinu séu sjálfgefnar

aðgangsstaðarstillingar fyrir tengingar við internetið með GPRS.
Þegar kveikt er á tækinu í fyrsta skipti getur verið að aðgangsstaðirnir séu stilltir inn sjálfkrafa út frá upplýsingum frá

þjónustuveitu á SIM-kortinu. Einnig er hægt að fá stillingar fyrir aðgangsstaði í sérstökum skilaboðum frá þjónustuveitunni. Ef

svo er þarftu ekki að færa inn eins margar stillingar.
Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði. Sumir eða allir aðgangsstaðir tækisins kunna að vera forstilltir af

þjónustuveitunni. Ekki er víst að hægt sé að bæta við, breyta eða eyða aðgangsstöðum.
Hafðu samband við þjónustuveitu til að fá nánari upplýsingar um aðgangsstaði og stillingar þeirra.

Sjá „Tengistillingar“, bls. 77.