Vefur - stillingar
Veldu
Valmynd
>
Vefur
>
Valkostir
>
Stillingar
.
Færðu inn eftirfarandi stillingar:
•
Aðgangsstaður
— Veldu aðgangsstaðinn sem er notaður til að tengjast við vefsíður og ýttu á skruntakkann.
•
Heimasíða
— Veldu síðuna sem þú vilt nota sem heimasíðu. Veldu
Sjálfgefin
til að nota heimasíðu aðgangsstaðarins,
Notan.
skilgreinir
til að slá inn veffang heimasíðunnar, eða
Nota núverandi síðu
til að nota vefsíðuna sem er opin.
•
Hle. mynda & hljóða
— Veldu
Nei
til að hlaða vefsíðum inn hraðar með því að skoða ekki myndir.
•
Sjálfvalin kóðun
— Veldu rétta stafakóðun fyrir tungumálið þitt.
•
Sjálfvirk bókamerki
— Veldu
Virk
til að vista vefföng opnaðra vefsíðna sjálfkrafa í möppunni
Sjálfv. bókamerki
. Hægt er að
fela möppuna með því að velja
Fela möppu
.
•
Skjástærð
— Veldu
Allur skjár
til að láta vefsíður ná yfir allan skjáinn. Þegar vefsíður eru skoðaðar á öllum skjánum er hægt
að opna
Valkostir
með því að ýta á vinstri valtakkann.
•
Smákort
— Veldu hvort sýna eigi yfirlit síðunnar sem þú opnar efst á opna skjánum.
•
Listi yfir fyrri síður
— Veldu hvort sýna eigi yfirlit þeirra síðna sem þú hefur opnað efst á skjánum þegar þú vilt fara til baka.
•
Fótspor
— Veldu að heimila eða heimila ekki sendingu og móttöku fótspora. Fótspor eru upplýsingar um það hvaða vefsíður
hafa verið opnaðar sem miðlarinn safnar. Fótspor eru nauðsynleg þegar verslað er á vefnum, t.d. til að halda í vörurnar sem
á að kaupa þar til komið er að gjaldkerasíðu. Hins vegar er mögulegt að upplýsingarnar verði misnotaðar, t.d. þannig að þú
fáir sendar óumbeðnar auglýsingar í tækið.
•
Java/ECMA forskrift
— Sumar vefsíður geta innihaldið forritaskipanir sem geta haft áhrif á útlit síðunnar eða gagnaflutning
á milli vefsíðunnar og vafrans. Veldu
Óvirkt
ef þú vilt ekki nota slíkar forskriftir, til dæmis ef þú átt í vandræðum með að hlaða
niður efni.
•
Öryggisviðvaranir
— Veldu
Sýna
eða
Fela
til að birta eða fela öryggisviðvaranir sem þú gætir fengið meðan þú vafrar.
•
Loka f. sprettiglugga
— Veldu hvort leyfa eigi sprettiglugga. Nauðsynlegt getur verið að birta suma sprettiglugga, t.d. smærri
glugga þar sem hægt er að skrifa tölvupóst, á meðan aðrir geta innihaldið óumbeðnar auglýsingar.