Leiðarmerki
Veldu
Valmynd
>
Verkfæri
>
Leiðarmerki
.
Leiðarmerki eru staðsetningarhnit sem hægt er að vista í tækinu og nota síðar fyrir aðrar þjónustur sem byggjast á staðsetningu.
Hnitin eru sýnd í gráðum og tugabrotsgráðum með WGS-84 hnitakerfinu.
Hægt er að búa til leiðarmerki með Bluetooth GPS aukabúnaði eða símkerfinu (sérþjónusta).
Sjá „Leiðsögn“, bls. 82.
Leiðarmerki er búið til með því að velja
Valkostir
>
Nýtt leiðarmerki
. Veldu
Núverandi staðsetning
til að fá upplýsingar frá
símkerfi um lengdar- og breiddargráðu fyrir núverandi staðsetningu, eða
Færa inn handvirkt
til að færa inn nauðsynlegar
upplýsingar um staðsetningu, s.s. heiti, flokk, slóð, breiddargráðu, lengdargráðu og hæð.
Til að skoða eða breyta leiðarmerki flettirðu að því og ýtir á skruntakkann.
Til að eyða leiðarmerki skaltu velja það og ýta á hreinsitakkann.
Fyrir hvert leiðarmerki skaltu velja
Valkostir
og svo einhvern eftirfarandi valkosta:
•
Bæta við flokk
— til að setja leiðarmerkið í hóp með svipuðum leiðarmerkjum. Flettu að flokknum og ýttu á skruntakkann.
Flett er til hægri eða vinstri til að skoða leiðarmerkjaflokka.
•
Senda
— til að senda leiðarmerkið til samhæfra tækja.
•
Breyta flokkum
— til þess að bæta við, breyta eða eyða leiðarmerkjaflokkum.
•
Teikn leiðarmerkis
— til þess að breyta tákni leiðarmerkisins. Flettu að því tákninu sem þú vilt velja og ýttu á skruntakkann.