Nokia E65 - Stillingahjálp

background image

Stillingahjálp

Veldu

Valmynd

>

Verkfæri

>

Still.hjálp

.

Stillingahjálp er notuð til að stilla tækið fyrir símafyrirtækið (MMS, GPRS og Internet) tölvupóst samkvæmt upplýsingum frá

símafyrirtækinu.
Til að nota þessa þjónustu getur verið að þú þurfir að hafa samband við símafyrirtækið þitt eða þjónustuveitu til að koma á

gagnatengingu eða annarri þjónustu.
Ef Stillingahjálp er ekki í boði hjá þjónustuveitunni er ekki víst að hún birtist í valmynd tækisins. Nánari upplýsingar um

Stillingahjálp fást hjá símafyrirtækinu þínu, þjónustuveitunni eða söluaðila.
Frambæð mismunandi stillinga í Stillingahjálp fer eftir eiginleikum tækisins, SIM-kortinu, þjónustuveitunni og framboði á

gögnum í gagnagrunni Stillingahjálpar.
Þegar stillingahjálp er notuð í fyrsta skipti er notandinn leiddur í gegnum stillingarnar. Til að opna hjálpina velurðu

Byrja

.

Ef ekkert SIM-kort er í tækinu verður þú beðinn að velja heimaland þjónustuveitunnar. Ef landið eða þjónustuveitan sem hjálpin

leggur til er röng skal velja rétt land eða þjónustuveitu af listanum.
Til að opna aðalskjá Stillingahjálpar eftir að lokið hefur verið við að velja stillingarnar velurðu

Í lagi

.

Ef stillingaval er rofið verða stillingarnar ekki tilgreindar. Þegar hjálpinni hefur verið lokað er hægt að byrja að nota forritin sem

stillt voru.

V e r k f æ r i

© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.

84

background image

Á aðalskjánum skaltu velja

Valkostir

og velja úr eftirfarandi:

Símafyrirtæki

— Velja stillingar sem eru bundnar símafyrirtækinu, eins og MMS, Internet, WAP og straumstillingar.

Tölvupóstur

— Velja stillingar fyrir tölvupóst.

Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði.
Ef þú getur ekki notað

Still.hjálp

skaltu leita að stillingum á vefsíðu Nokia: www.nokia.com.