Nokia E65 - Öryggisstillingar Java-forrits valdar

background image

Öryggisstillingar Java-forrits valdar

Til að tilgreina öryggisstillingar Java-forrits velurðu

Valkostir

>

Suite stillingar

.

Hægt er að velja hvaða hlutum Java-forritið hefur aðgang að. Gildið sem hægt er að velja veltur á léni hugbúnaðarpakkans.

Símkerfisaðgangur

— Til að koma á gagnatengingu við símkerfið.

Skilaboð

— Til að senda skilaboð.

Sjálfvirk ræsing

— Til að opna forritið sjálfkrafa.

Tengimöguleikar

— Til að virkja staðbundnar gagnatengingar, líkt og Bluetooth.

Margmiðlun

— Til að taka myndir eða taka upp hreyfimyndir og hljóð.

V e r k f æ r i

© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.

85

background image

Lesa gögn notanda

— Til að skoða dagbókaratriði, tengiliði eða önnur persónuleg gögn.

Breyta notandagögnum

— Til að bæta við persónulegum gögnum, líkt og færslum í símaskrána.

Hægt er að velja hvernig staðfesting á Java-aðgangi fer fram. Veldu einhvern af eftirfarandi valkostum:

Spyrja alltaf

— Til að Java-forritið biðji þig um staðfestingu í hvert sinn sem það notar valkostinn.

Í fyrsta skiptið

— Til að Java-forritið biðji aðeins um staðfestingu í fyrsta skiptið sem það notar valkostinn.

Alltaf leyft

— Til að leyfa Java-forritinu að nota valkostinn án staðfestingar.

Ekki leyft

— Til að leyfa Java-forritinu ekki að nota valkostinn.

Öryggisstillingarnar hjálpa til við að vernda tækið gegn skaðlegum Java-forritum sem gætu notað aðgerðir þess án þinnar

heimildar. Veldu eingöngu

Alltaf leyft

valkostinn ef þú veist hver framleiðandinn er og ert viss um áreiðanleika forritsins.